Nú er tíminn til að kanna hvað koma skal á árinu 2012 í tískunni og trendunum.
Náttúrulega útlitið er að koma gríðarlega sterkt inn, hvort sem það er í hári eða förðun. Krullur og liðir verða á sínum stað og um að gera að prófa sig áfram með hárið sitt, þó sérstaklega ef það er með náttúrulega liði- Núna er tími þeirra að fá að njóta sín!
“Skítuga” útlitið er voða vinsælt núna hjá tískurisunum og ég er ekki alveg búin að mynda mér skoðun um það, ég hreinlega veit ekki hvort að það er algjör snilld eða algjört flopp. Taglið fær að njóta sín áfram, hvort sem það er slétt og sleikt aftur, liðað og laust eða í nokkrum lögum.
Myndirnar sem fylgja með eru frá Harper’s Bazaar, þær eru teknar á tískuvikunni í New York og þar þykja” trend” ársins koma í ljós í fatnaði, förðun og hárgreiðslu og hér má lesa frekar um vorútlitið og skoða fleiri myndir.
Mundu svo að gera það sem þér finnst flott-það er allt leyfilegt!
__________________________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig