Ef þú notar allskonar hárvörur á hverjum degi er mjög líklegt að þetta komi til með að festast smátt og smátt í sléttujárninu.
Gel, lyftingarúði, hárlakk, glanssprey og froða… allt þetta notum við til að láta hárið líta vel út en með tímanum myndast lag á sléttujárninu af öllum vörunum. Ef maður hreinsar járnið ekki reglulega er hætt við að það virki ekki lengur sem skyldi. Hitar hárið misvel og fer að auki illa með hárið.
Ef þú hreinsar og þrífur sléttujárnið þitt sirka einu sinni í viku ættirðu að koma í veg fyrir að það virki illa og skemmi hárið. Hér eru tvær góðar, einfaldar og nokkuð umhverfisvænar aðferðir. Prófaðu bara báðar og finndu út hvor virkar betur fyrir þig.
AÐFERÐ 1
1. Slökktu á sléttujárninu og taktu það úr sambandi. Láttu það verða alveg kalt.
2. Settu spritt á mjúkan klút og þrífðu sléttujárnið með því.
3. Hreinsaðu hliðar og kanta með því að setja spritt í bómull og nudda allt í burtu. Gerðu þetta allt tvisvar ef þú þarft þess.
AÐFERÐ 2
1. Slökktu á járninu, taktu það úr sambandi og láttu verða kalt.
2. Blandaðu vatni og matarsóda saman í skál þar til það verður að einskonar mauki (paste).
3. Notaðu rakan mjúkan klút til að bera blönduna á járnið og láttu þetta virka. Notaðu svo hreinan mjúkan klút til að hreinsa í burtu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.