Þurrsjampó hefur nýlega náð föstum tökum á markaði eftir tilkomu Batiste úðabrúsanna sem ‘pjattpattinn’ Karl Berndsen mælir með.
Það er snilldarvara sem við hvetjum allar konur til að prófa enda ódýr og góð.
En það eru fleiri leiðir til að lífga upp á hár sem fitnar í rótina og verður þannig flatt og leiðinlegt, fyrsta daginn eftir hárþvott.
Prófaðu að nota talkúm eða Johnson’s Baby Powder í rótina!
Þetta hefur mjög góð áhrif og er ótrúlega einfalt:
Þú ‘dúmpar’ bara púðrinu í hársvörðinn, lætur bíða í 10-15 mínútur og hristir svo í gegn með fingurgómunum. Talkúmið, eða barnapúðrið, þurrkar fituna upp og hárið á þér virkar léttara og með meira ‘volume’ fyrir vikið.
Mjúkt og fitulaust hárið mun vera flott næstu einn til tvo daga. Prófaðu þetta!
Baby Johnson’s er gott og með ljúfri lykt en Gamla Apótekið selur líka talkúm sem er bæði lyktar og rotvarnarefnalaust.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.