Margar sem hafa haft hárið sitt dökkt árum saman fantasera stundum um að gerast ljóskur.
Ótrúlega margar þora því samt ekki. Halda að þetta taki of langann tíma, það komi svaka rót og svo framvegis. Staðreyndin er sú að þetta er ekkert mál. Þú þarft bara góða fagmenn, þolinmæði og slatta af aflitunaefnum ásamt fjólubláu sjampói og taraaa… þú ert orðin þessi fallega ljóska!
Hér eru nokkrar frægar sem gera tilraun á því hvort ljóskur skemmti sér ekki örugglega betur.
Zoe Kravitz
Zoe ákvað að taka augabrúnirnar í leiðinni. Ef þú vilt ekki þessa sömu gulu slikju og hún er með þá er um að gera að kaupa gott fjólublátt sjampó, Margrét mælir með L’Anza í þessari færslu.
Það er auðvitað alveg sama hvað þessi kona gerir, hvort sem hún er með póstkassarautt hár, silfurgrátt eða ljóst, hún er alltaf íðilfögur.
Emily Weiss
Stofnandi Into the Gloss púllar ljósa hárið með afbrigðum vel. Fer henni talsvert betur.
Erika Bearman
PR skvísa fyrir Ocar de Larenta. Hún er flott en kannski með aðeins of mikil ‘crazy eyes’. Kannski hefði hún gott af meiri jóga?
May Kwok
Úbersvalur DJ í New York sem er alveg jafn mikið beib, ljóshærð og dökkhærð.
So Joo Park
Fallega fyrirsætan frá Kóreu er flott með ljósu lokkana sína.
Vanessa Hong
Flott dökkhærð, töff ljóshærð. Það er svalt þegar konur sem fæðast með svo gott sem svart hár skella sér í ljósu lokkana. Mikið ‘statement’
Beoncey
Það geta ekki allir verið gooordjöss, það geta ekki allir verið fabjúlöss eins og hún Beoncey! Omg.
Ciara
Við erum nokkrar hér í rófugenginu með alvarlega „gay“ crush á Ciöru. Hún púllar lýsinguna fullkomlega, eins og allt annað. Æðisleg!
[poll id=“71″]
![](https://i0.wp.com/pjatt.is/wp-content/uploads/2022/06/pjatt.png?resize=100%2C100&ssl=1)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.