Þessi er fallega einfalda greiðsla tilvalin fyrir millisítt hár en gengur alveg fyrir sítt hár líka.
- Hárbandið getið þið búið til sjálfar með því að kaupa blúndubút t.d. í Rúmfatalagernum.
- Takið svo tvo lokka af sitthvorri hliðinni og snúið yfir og undir hárbandið, einu sinni til tvisvar. Ef þið viljið smá “tvist” þá má alveg flétta lokkana
- Spennið lokkana fasta.
- Því næst túberið þið aðeins restina af hárinu til að fá fyllingu og einfaldlega troðið því ofan í hárbandið.
Viltu meira? Kíktu á Facebook síðuna Hárið.is
Ég heiti Edda og stofnaði Hárið.is þar sem ég hef ólæknandi áhuga á hári og hárgreiðslum. Takk fyrir að kíkja á pistlana mína hér á Pjatt.is en ef þú vilt meira er bara að kíkja á fb síðuna Hárið.is