Beautiful Volume línan frá Trevor Sorbie er í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem að ég er með afskaplega fínt hár og er loksins búin að finna hárvörur sem henta minni hárgerð en vörurnar veita loft, fyllingu og þurrka hárið ekki upp.
Beautiful Volume thickening shampoo:
Þetta sjampó hreinsar hárið vel og vandlega, ilmar vel og er þægilegt í notkun. Ef hárið er mikið skítugt þá mæli ég með því að þvo hárið tvisvar sinnum með því.
Beautiful Volume volume booster:
Léttur vökvi sem veitir hitavörn og lyftir hárinu. Vökvanum er spreyað í rótina og síðan er hárið blásið upp úr honum.
Beautiful Volume volumising mousse:
Ef þú vilt fá gott hald og mikla lyftingu í hárið þá mæli ég með þessari froðu. Passaðu þig samt á því að nota ekki of mikið af henni því þá getur hárið orðið stamt og óviðráðanlegt.
Beautiful Volume dry shampoo:
Snilldar þurrsjampó sem ilmar dásamlega, lyftir hárinu og einnig er hægt að nota það sem hitavörn. Það er einnig frábært daginn eftir-mæli hiklaust með þessu þurrsjampói!
Hér að neðan má sjá Egil hársnilling nota þurrsjampóið og vörur úr þessari línu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=eyuFeGnKUAA&feature=relmfu[/youtube]
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig