Konur með fíngert hár þurfa aðallega eina styling vöru sem virkar fyrir þær. ÞURRSJAMPÓ!
Undanfarið hef ég verið að bralla með brúsa frá Tony & Guy, því gamla góða breska merki. Um er að ræða tvær vörur; Þurrsjampó sem gefur matt look, frískar hárið við ræturna og gefur því matta áferð. Fullkomið fyrir daginn eftir hárþvott.
Hinsvegar þurrsjampó sem gefur mikla lyftingu og þá sérstaklega ef maður túberar í leiðinni. Glamúr lemúr. Hér eru nokkur orð um þessar ágætu vörur.
Casual Matt Texture
Casual Matt Texture þurrsjampóið hressir upp á hárið ”daginn eftir”, með mattri áferð. Það tekur í burtu glans/fitu við hársræturna og gefur flotta áferð en í því er sérstök formúla sem þurrkar og dregur í sig hárfitu við rót hársins og út til endana.
Þetta sparar þér þvotta og blástur með tilheyrandi veseni. Greiddu í gegnum lubbann og úðaðu þessu í rótina. Hárið verður fresh og þú getur skotist út í daginn.
Glamour Sky High Volume
Ef þú vilt fá flotta fyllingu í allt hárið þá skaltu kíkja á þessa vöru. Þú úðar þurrsjampóinu við ræturna og túberar svo rest. Í raun fara túbering og þurrsjampó sérlega vel saman og það er snilld að nota túperingu til að lyfta hárinu aðeins.
Glamour Volume er í sömu línu og sést notuð hér í þessu ágæta kennslumyndbandi sem sýnir manni hvernig á að græja glamúr öpp dú í sítt hár.
Brúsinn kostar um 2000 kr og dugar nokkuð lengi miðað við flest svona þurrsjampó sem ég hef prófað. Það er signature Tony & Guy ilmur af vörunum sem sumum líkar og öðrum síður. Mér finnst þetta fínasta lykt. Prófaðu bara sjálf. Hér eru svo fleiri góð kennslumyndbönd frá Tony og Gæja.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=0zVaM0eabCA[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.