Undanfarið hef ég fengið mikið hrós fyrir að vera með fallegt og glansandi hár og um leið er spurt hvað sé leyndarmálið.
Þó ég æfi fimm sinnum í viku og kemst ekki hjá því að þvo eða skola hárið í hvert skipti (þó það sé ekki ráðlagt að þvo það svona oft), þá hefur hárið á mér aldrei verið jafn heilbrigt og glansandi. Ég þakka Kérastase fyrir það en þessi lína er seld á mörgum betri hárgreiðslustofum (t.d. Rauðhettu).
Núna er ég að nota nýja línu frá framleiðandanum – Cristalliste. Kérastase eru sérfræðingar í að gera þurrt og slitið hár heilbrigt og glansandi og þessi lína er algjört kraftaverk. Hár-rútínan gæti ekki verið einfaldari:
Hreinsa
Ég byrja á Kérastase Cristalliste Luminous Perfecting Shampoo, sem inniheldur mild efni sem hreinsa hárið og luminous liquid sem nærir það án allra aukaefna eins og parabena, sílíkon og litarefna.
Næra
Næst er það hárnæringin, Kérastase Cristalliste Conditioner, inniheldur Aloe Vera sem nærir og styrkir hárið en skilur þó ekki eftir þessi þyngsli og fituga áferð sem mér finnst margar aðrar hárnæringar gera. Hárið verður aftur á móti létt en heilbrigt.
Vernda
Síðast er það serumið Cristalliste Luminous perfecting essence, það má bera í hárið rakt eða þurrt, það verndar hárið og gefur því fallegan glans.
Ég er sérstaklega ánægð með þessa línu frá Kérastase vegna þess að ég forðast hárvörur með aukaefnum og sílíkoni, mér finnst sílíkonið sem fæst í flestum hárvörum matarverslana setjast á hárið, þyngja það og gera það rafmagnað ásamt því að það virðist skítugt fyrr.
Aukatips: Tvisvar í viku eftir að ég er búin að þvo hárið tek ég mig til og leyfi hárnæringunni að vera í á meðan ég fer í sauna 5-10 mínútur, eftir það er hárið alveg silkimjúkt!
Kerastase sjampó kostar í kringum 3500 kr.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.