Í bókinni Hárið sem Salka gaf út fyrir jól fjallar einn kaflinn um sokkasnúð, en þá notarðu gamlan sokk til að rúlla hárinu inn í og útkoman er ótrúlega fallegur, þéttur og flottur snúður í hárinu sem þú getur haft bæði stífan eða lausan og svolítið þokkafullan.
Hér sýnir hún Wendy okkur hvernig maður gerir þetta. Athugaðu að hún er með hárið svolítið blautt og svo notar hún mótunarefni til að koma í veg fyrir svona laus og “fluffy” hár framan á enninu.
Æðislega flott!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=OIBMx3N-BJc[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.