SP LUXEOIL frá Wella hefur svo sannarlega slegið í gegn og ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að hún virkar!
Olían er mjúk og byrjar að virka um leið og hún er borin í hárið. Hárið glansar og mýkist um leið og hún er sett í það og hárið er verður fallegt, glansandi og heilbrigt. Það sem mér finnst þó skipta aðalmáli er að vökvinn er glær og hentar því öllum hárlitum.
- Það er eiginlega ótrúlegt hvað olían gerir fyrir hárið og ég eiginlega veit ekki hvað hún gerir EKKI fyrir það en hér að neðan eru nokkrir vel valdir punktar um eiginleika olíunnar og hvað hún gerir fyrir hárið þitt.
- Hún styrkir líflaust og lélegt hár.
- Olían veitir hitavörn og því hægt að nota hana fyrir blástur, sléttun eða krullur.
- Olían veitir vernd þegar hárið er litað og því getur verið gott að bera hana í hárið áður en liturinn er borinn í það.
- Það má setja olíuna út í lit áður en hann er borinn í hárið til þess að fá meiri glans í litinn.
- Ef olían er notuð reglulega kemur hún í veg fyrir að hárliturinn dofni og verndar hárið gegn utanaðkomandi áhrifum, myndar varnarskjöld.
- Einn besti kosturinn við olíuna að mínu mati er sá að það er hægt að nota hana með öðrum hárvörum svo sem froðu, blástursvökva og þurrsjampói.
- Olían gerir hárið EKKI feitt.
Þú finnur strax mun eftir fyrstu notkun. Frábær hárvara sem hægt er að nota allan ársins hring.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig