Keilujárn, bylgjujárn, vöfflujárn og gamla góða sléttujárnið. Þetta er einhvað sem allar síðhærðar skvísur ættu að eiga í skúffunni heima.
Keilujárnið býr til þessar fallegur krullur, liði sem sumar ná ekki að gera með sléttujárni. Keilujárnið er til i mörgum stærðum, fer eftir því hvernig krullum þú ert hrifin af. Ég myndi mæla með millistærð sem mjókkar ekki í endan, krullurnar verða þá jafnar og fallegar.
Bylgjujárnið er svo mikil snilld. Þú getur búið til fallegar 20’s greiðslur með því og það er einnig til i mismunandi stærðum, sama hvað er valið “it always looks good”.
Vöfflujárnið er dottið inn aftur en heldur öðruvisi, örlitlar vöfflur eru í tísku núna. Oft er þetta notað til þess að fá lyftingu í hárið og það eru til margar breiddir. Mæli með minni gerðinni ef leitað er eftir aðeins lyftingu.
Svo er það sléttujárnið góða. GHD er það lang besta, endist best, fer best með hárið og hitnar á 5 sekúndum. Af raftækjum eins og þessum myndi ég mæla með vörum frá HH Simonsen, GDH, Babyliss Pro og Remington.
Katrín/Kata er hárstnyrtir og eigandi stofunnar Sprey í Mosfellsbæ. Hún hefur unnið með fjölda ljósmyndara, komið fram í Vouge.com og séð um hár fyrir ýmis verkefni, tímarit og unnið til verðlauna hérlendis og erlendis! Kata er fagmanneskja fram i fingurgóma og alltaf tilbúin i spennandi verkefni – Nánari upplýsingar hjá Sprey 5176677 eða á katasprey@gmail.com