Hver kannast ekki við þetta tímabil þegar maður ætlar að vera svakalega naturelle og forðast liti?
Mhm, það stendur yfirleitt frekar stutt þó metnaðurinn sé alveg fyrir hendi. Ég var einmitt svona vel fram á vor, eða þangað til ég fékk bara nóg. Mér fannst ég því frekar heppin þegar kunningjakona mín, Drífa Björk Linnet, heildsali, hringdi og bauð mér hreinlega í litun hjá Kristínu á hárgreiðslustofunni Skugga í Þingholtstræti.
Boðið þáði ég auðvitað með þökkum en Drífa vildi með þessu boði leyfa mér að prófa nýja liti sem hún flytur inn í gegnum heildsölu sína Reykjavik Warehouse.
Háralitir geta skaðað okkur mikið
Drífa er sannarlega með mikla ástríðu í þessu máli en hún er gríðarleg áhugakona um náttúrulegar snyrtivörur sem skaða okkur sem allra minnst.
„Háralitir og háralitir eru ells ekki það sama, í gamla daga þegar háralitir voru fyrst framleiddir þá voru notuð allskonar efni sem eru baneitruð og skaðleg,” segir Drífa alvarleg í bragði:
„Bæði er þetta slæmt fyrir manneskjuna sem vinnur með þessi efni og einnig fyrir þau sem fá litina í hárið,” segir hún og bætir við að flestir litir sem almennt eru notaðir á hárgreiðslustofum geti verið slæmir.
„Sumir eru ekki bara skaðlegir heldur MJÖG SKAÐLEGIR fyrir heilsuna og heilbrigði hársins svo ekki sé minnst á fólkið sem vinnur með efnin, segir hún og bætir við að mikil eituruppgufun komi af litunum sem geti farið mjög illa í fólk.
„Þegar það eru kannski 5-10 fagmenn að vinna allan daginn í þessum eiturgufum getur það verið mjög skaðlegt fyrir heilsuna. Það eru mörg dæmi um að fagmenn hafa skyndilega fengið bráðaofnæmi fyrir litum og þurfa að hætta í faginu. Einnig getur þetta verið mjög ofnæmisvaldandi og sumir vilja meina krabbameinsvaldandi,” segir Drífa.
Bannað í húðvörum en leyft í hárvörum
Hún tekur sem dæmi efni sem heitir PPD:
“Þetta er eitt skaðlegasta efni sem notað hefur verið í snyrti- og hárvörur. Í dag er búið að banna þetta efni í snyrtivörum því það er svo skaðlegt og eitrað að það má alls ekki snerta húð en það er enn verið að nota það í háraliti því að framleiðendur vilja meina að þá snerti það ekki húðina og hefur tekist að verja það. Þetta fer samt beint á húðina í hársverðinum.. og hendurnar á fagfólki þegar þeir eru að skola,” segir Drífa og þá er þessu ekki einu sinni öllu lokið.
Ammonia sem er notuð í ræstiefni er líka notað í hárliti
Það eru fleiri efni í háralitum sem hafa ekki góð áhrif á okkur. Til dæmis ammonia sem er í flestum háralitum og veldur þessari miklu lykt sem við finnum stundum í litun.
„Þetta er köfnunarefni, lyktarlaust gas. Ammoniak er mikið notað í hreinsivörur enda er það mjög ætandi, ofnæmisvaldandi og einfaldlega bara skaðlegt. Þú getur rétt ímyndað þér hvort það sé hollt og gott að anda þessu að sér allan daginn?! Fyrir fagfólk sem er að vinna við að lita allan daginn, kannski í rými með 10 öðrum sem eru að gera það sama,” segir Drífa og nefnir einnig paraben sem flestir þekkja og fleiri efni sem við almenningur kunnum ekki beint skil á.
https://www.instagram.com/p/BEMZhgsNvwI/?taken-by=kristinkk91
Þróun og framfarir í framleiðslu efna, við þurfum ekki lengur að velja slæmu efnin
Drífa segist því hafa orðið mjög þakklát þegar hún fékk í hendurnar ALTER EGO ITALY, litunarefni sem er ekki skaðlegt fyrir fagfólk í geiranum og viðskiptavini.
„Nú, árið 2016, þurfum við ekki lengur að notast við þessi lélegu efni! Það eru til framleiðendur sem láta sér annt um viðskiptavini og þessvegna varð ég alveg himinlifandi þegar ég komst í litina frá Alter Ego Italy! Alter Ego Italy eru ofnæmisprófaðir litir sem ég er byrjuð að flytja til landsins og þeir hafa algjörlega slegið í gegn! Sem betur fer taka flestir fagmenn almennt mjög vel í það að geta boðið sér sjálfum og kúnnunum sínum uppá meiri gæði og voru því fljótir að sýna þessu áhuga og skipta yfir,” segir Drífa glöð í bragði.
Heilbrigt hár er fallegt hár
Drífa leggur mikla áherslu á gildi Alter Ego sem ganga út á að heilbrigt hár sé um leið fallegt.
„Það er nefnilega sama hvaða lit fagmaður nær fram í hárinu á þér, ef hárið er ekki heilbrigt, þá verður það aldrei fallegt. Litirnir frá Alter Ego innihalda meðal annars kaviar, olíur, prótein, perlu extrakt og franska rós. Þeir innihalda líka um 19 amino sýrur sem hjálpa til við uppbyggingu próteina en þetta er lykilatriði við að byggja upp hárið. Svo innihalda þessir litir líka mikið af vitamínum, omega 3 og 6 og margt fleira. Þeir eru því mjög rakagefandi, nærandi og uppyggjandi,” segir Drífa að lokum.
NIÐURSTAÐA
Sjálf vil ég alveg votta að ég var mjög ánægð eftir þessa litun. Hárið fékk fallegan ljósan blæ og mér fannst Kristín einkar fær í sínu fagi en hún er sérlegur sendiherra Alter Ego á Íslandi og er mikil áhugamanneskja um litun.
Ef þú telur þig finna fyrir óþægindum af völdum hárlitunar og/eða langar að prófa eitthvað nýtt fyrir hárið þitt get ég alveg mælt með því að hringja á Skugga og biðja um tíma hjá Kristínu Kristmundsdóttur.
Ég ætla að fara til hennar aftur. Það er ljóst. Platínuljóst 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.