Þegar ég fékk þessa hárlínu frá L’Occitane að gjöf verð ég að viðurkenna að ég hugsaði með mér, – jæja þá enn ein lagfæringarlínan sem lætur mér líða eins og ég sé með smjör í hárinu.
Svei mér þá ég þurfti að éta orðin! Mín upplifun af hárvörum sem eiga að lagfæra/repair hefur hingað til verið sú að sjampóið er mjög þungt og hárnæringin er nánast eins og áður sagði smjör. En það var alls ekki tilfellið núna.
Sjálf er ég með mikið efnaunnið hár en ég fer í aflitun og litun á sex vikna fresti og það var alveg kominn tími til að fá hárvörur sem hjálpuðu til að laga þær skemmdir sem koma eftir svona mikla efnameðhöndlun.
Sjampóið í þessari línu er sápa en ekki kremsápa sem er MIKILL kostur fyrir konur með fíntgert hár en margar konur á Íslandi eru með fíngert hár.
Næringin þyngir einnig ekki mikið en ég nota þó bara pínulítið af henni í endana á mér enda er ég bara með hár sem nær rétt niður fyrir eyru og þarf því ekki mikið af næringu og sem alls EKKI í rótina enda er það ekki ráðlegt sama hvernig hárgerð þú er með.
Síðan er það viðgerðarmaskinn, ég mæli með því að hann sé notaður einu sinni í viku – tvisvar sinnum ef hárið er mjög illa farið en annars er ekki þörf á því að nota hann oftar. Það er möndluolía í honum og shea smjör sem endurnýjar hárið.
Nýjung frá L’Occitane að þessu sinni er viðgerðarolían og ég hugsaði einnig með mér að þarna væri á ferðinni vara sem myndi láta hárið lympast niður og vera steindautt en sú var alls ekki raunin. Það er slitvirkni í olíunni sem kemur í veg fyrir slit á hárinu og það er hátt hlutfall af ilmkjarnaolíum sem vernda hártrefjarnar. Alls ekki nota of mikið af olíunni því nokkrir dropar duga langt.
Þess má einnig geta að L’Occitane hefur sótt um slitvarnar einkaleyfi sem er meðal annars í þessum vörum og í henni sameinast fimm ilmkjarnaolíur og amínósýrur sem koma út jurtaríkinu.
L’Occitane vörurnar halda áfram að slá í gegn hjá mér en ég er orðin mikill aðdáandi þeirra og þessi hárlína ætti að henta öllum þeim konum sem kjósa náttúrulegar vörur og vilja það besta fyrir hárið á sér. Frábær lína!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig