Þar sem ég er með mikið litað hár og er mjög dugleg við að krulla á mér hárið þá finnst mér alveg nauðsynlegt að eiga hitavörn fyrir hárið mitt.
Ég hef verið að nota Feed your ends sprey frá Yarok sem er bæði hitavörn og leave-in hárnæring en hægt er að kaupa þessa vörur og fleiri frábærar lífrænar vörur hjá Freyja Boutique.
Spreyið er lífrænt og inniheldur ekkert alkahól, ekkert paraben, ekkert súlfat, er cruelty free og 100% vegan 🙂 Það er ekki verra.
Oft þegar ég krulla eða slétti á mér hárið þá verða endarnir alveg ótrúlega þurrir daginn eftir og næstum eins og hestahár haha! En ef ég nota þetta bæði fyrir og eftir að ég krulla eða slétti þá finn ég mun og finnst endarnir vera minna slitnir og hárið mýkra og svo er alveg yndisleg frískandi sítrus lykt af spreyinu!
Þar sem 7 ára dóttir mín er líka með svakalega sítt hár og æfir fótbolta 3x í viku og hárið í og úr fléttu og tagli, þá á hárið hennar til að flækjast alveg svakalega! Svo fylgja tilheyrandi öskur og tár þegar greiða á flækju úr hárinu.
Ég prófaði að nota Feed your ends sem flóka sprey og það virkar alveg sjúklega vel, sáralítið kvart og flækjan greiddist úr táralaust!!
Mæli hiklaust með þessu frábæra spreyi ef þú vilt halda þig við lífrænar og cruelty fríar góðar vörur!
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður