Ég hef litað hárið mitt svo árum skiptir og þarf alveg sérstaklega að passa upp á næringuna á því þessa dagana.
Ástæðan er sú að fyrir fimm mánuðum síðan ákvað ég að breyta úr svörtum háralit yfir í ljósan og tók það vissulega tíma, þolinmæði og alveg helling af strípum. Hárið mitt fékk vægast sagt nett sjokk enda mikið meðhöndlað af sterkum efnum á stuttum tíma.
Hárgreiðslumeistarinn minn, sem er nota bene algjör snillingur, sagði mér að ég yrði að nota góða næringu, prótein í hárið og síðast en ekki síst nota olíu! Hún sagði mér að gott væri að nota olíuna í þurrt hárið og eins áður en ég þurrka það með hárblásara. Hárið verður að fá næringu og hjálp til að líta betur út eftir þessa efnameðhöndlun.
Svo ég prófaði hárolíuna Elvital, Extraordinary Oil frá L’Oreal og hárið mitt tók svo vel við henni. Það hreinlega lifnaði við. Nú glansar það og er silkimjúkt.
Ég nota hana nánast daglega en aðeins þarf einn dropa og er því flaskan einstaklega drjúg og endist í marga mánuði.
Elvital Extraordinary Oil inniheldur blöndu af lótus, tiare, rósum og fræjum. Eins er virk sólarvörn í olíunni sem verndar hárið fyrir sólinni og hitanum frá sólinni.
Þegar við blásum hárið okkar er einnig nauðsynlegt að verja hárið fyrir hitanum í blásaranum og virkar þessi frábæra olía vel gegn hitanum.
Mæli 100% með þessari góðu hárolíu fyrir allar hártegundir og fyrir öll tilefni.
Gott til að móta hárið, verja hárið og eins til að viðhalda fegurð hársins og frískleika. Hárið verður mýkra, fallegra og er vel varið gegn áhrifum sólar, hita og efna.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.