L’Occitane hefur sett á markað sjampó, hár- og djúpnæringu sem viðheldur hárlitnum og nærir hárið án þess að gera það þungt og líflaust.
Ég hef oft lent í vandræðum með hárið á mér þegar ég set í það djúpnæringu en það á til að verða líflaust og þungt ásamt því að fitna mjög fljótt.
Það gladdi mig þegar ég kynntist djúpnæringunni Éclat & Soin Couler frá Loccitane en hún gefur hárinu næringarbúst án þess að hafa upptalin áhrif en næringin bústar upp litinn, hárið verður mjúkt, glansandi (án þess að virðast feitt) og auðvelt er að meðhöndla það eftir meðferð.
Djúpnæringin er partur af þriggja vöru línu en í henni er einnig sjampó og hárnæring. Vörunar eru gerðar úr fimm olíum ásamt vínberjasteinum sem koma í veg fyrir að hárið missir lit og eru allar vörurnar án parabens, súlfötum (e. sulphates) ásamt litarefnum. Einnig hentar þessi hárlína einstaklega vel á sumrin þar sem vörurnar eru allar með UV sólarvörn semur kemur ver hárið fyrir sólinni.
Ef þú ert að leita að góðri hárnæringu sem fitar ekki hárið heldur gerir það mjúkt og líflegt, þá mæli ég með djúpnæringunni frá Loccitane.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.