Recovery maskinn frá Label.m úr fjólubláu línunni er nauðsynlegur til að halda hárinu mínu góðu.
Eins og svo margar konur þá hef ég misnotað hárið mitt með litunum og strípum í gegnum árin og þegar hárið er meðhöndlað með slíkum efnum er nauðsynlegt að nota góða maska og prótein svo hárið nái að jafna sig fyrr og líti betur út.
Ég byrjaði að nota Age -Defying línuna fyrir nokkrum mánuðum og hárið mitt hefur tekið stökkbreytingum. Hárið glansar mun meira og er svo mjúkt og meðfærilegt að það hálfa væri meira en nóg. Maskann nota ég að minnsta kosti þrisvar í viku og verður hárið algjörlega silkimjúkt og létt á eftir.
Línan Age-Defying samanstendur af fimm hlutum; það er sjampó, hárnæring, protein krem, maski og olía.
Maskinn þyngir ekki hárið heldur fer inn í hárið og vinnur sína vinnu þar. Protein cream er bara lúxus, maður notar það annað hvort áður en hárið er blásið eða á eftir, setur það í endana og hárið verður silkimjúkt og meðfærilegt. Þvílík dásemd, ég er algjörlega húkkt á þessum efnum! Svo skemmir það ekki að lyktin af vörunum er svo fersk og hrein. Hreinn unaður!
Lúxus línan Age Therapy inniheldur Súlfat og paraben fríar lausnir sem á sér einkarétt á tækni sem er kölluð Rejuven-8TM.
Rejuven-8TM er fyllt með hvítum kavíar og er formúlan því mjög virk með uppbyggjandi efnum sem bæta, endurlífga og yngja hárið. Gjörsamlega dásamlegt! Hvítur kavíar er líka notaður í lúxus húðvörur fyrir andlit og veit ég til þess að helstu snyrtistofur erlendis eru farnar að nota þetta í meðferðum gegn öldrun á húð.
Enda ekki slæmt að baða sig upp úr hvítum kavíar..mmm bara næs!
Label M er að mínu mati vandaðasta hárvörumerkið sem er í boði á Íslandi í dag og ég mæli eindregið með því að prufa þessar vörur ef þú vilt dekra við hárið þitt .
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.