HÁRIÐ: Bjargvættur fyrir fíngert hár og hárlos!

HÁRIÐ: Bjargvættur fyrir fíngert hár og hárlos!

1717

Ef þú færð reglulega hárlos og/eða ert með fíngert hár sem skortir fyllingu þá er Body & Strength ilmkjarnaformúlan frá L’Occitane mjög góð leið til að bæta það.

Uppáhalds hárvaran mín síðustu mánuði hefur verið sjampóið úr Body & Strength línunni. Nýlega ákvað ég því að prófa hárserum, Scalp Essence, úr sömu línuFormúla þess inniheldur hátt hlutfall af virkum innihaldsefnum sem hjálpa til við að örva hársvörðinn og styrkja og endurnæra hárið frá rótum til hárenda.

20151019_202224
Scalp Essence

Ég hef alltaf verið mjög hrifin af ilmkjarnaolíum í snyrtivörum en uppistaða Body & Strength eru fimm ilmkjarnaolíur úr eini, ylang-ylang, kýprusvið, rósmarín og sedrusvið. 

Heildar formúlan eru þessar olíur í bland við styrkjandi amínósýrur sem styrkja hártrefjarnar og þykkja þær að innan.

Plöntuprótein hjálpa svo til við að þekja og vernda hártrefjarnar með því að loða við hárið. Body & Strength styrkir því fíngert og brothætt hár og dregur úr hárlosi vegna hárskemmda. Blandan af þessum fimm ilmkjarnaolíum hefur einnig sefandi áhrif á hársekkinn sem mér finnst stór plús.

Notkun og prófun

Úðaðu á blautt eða þurrt hár yfir allan hársvörðinn. Nuddaðu varlega með fingurgómum með því að þrýsta létt á hársvörðinn til að örva háræðakerfið. Notaðu einu sinni til tvisvar á dag og ekki skola efnið úr.

Að endingu komst ég að því að virknipróf gert á línunni (sjampó + 1-Minute Intensive Care + Scalp Essence) borið saman við hlutlaus sjampó leiddi í ljós 4 sinnum minna hárlos vegna hárskemmda og að auki …

umfjöllFyllingSamstundis -> 47% Eftir 4 vikur -> 70%

FrískleikiSamstundis -> 57% Eftir 4 vikur -> 73%

StyrkurSamstundis -> 53% Eftir 4 vikur -> 77%

Ég er virkilega ánægð með þessa formúlu!

Það fyrsta sem ég tók eftir var fyllingin. Frískleikinn og styrkurinn kom einum eða tveimur dögum seinna. Svo ilmar þessi ilmkjarnaformúla einstaklega vel.

 

 

 

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest