Mig langar að segja frá nýja snilldar keilujárninu sem ég fékk að gjöf um daginn.
Járnið þjónar þeim tilgangi að krulla hárið og er keilulaga. Það er mjög fljótt að hitna og því fylgir hanski sem kemur í veg fyrir að maður brenni sig. Það koma sjúklega flottar krullur og það er svo hrikalega auðvelt í notkun. Hægt er að gera þykka og þunna lokka, svo kemur líka mjög vel út að greiða yfir lokkana.
Ég er svo ótrúlega ánægð með þetta járn þar sem ég er svona týpan sem er alltaf með eins í hárinu en þetta járn bíður upp á nýja möguleika. Það ættu allir að eiga eitt stykki keilujárn! Járnið sem ég á heitir Big hot wand og er frá Diva professional.
Ég birti þetta myndband fyrir nokkrum dögum á Instagram sem sýnir afraksturinn:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=_7ExNx2ycG8&list=UUD5ldHPZ_TqYRiez4JLl0wA[/youtube]
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com