GOSH eru þekkt fyrir snyrtivörur sínar sem eru bæði góðar og á fínu verði en hárvörurnar frá þeim eru ekki jafn þekktar.
Ég rambaði á sjampó og hárnæringu frá þeim í Hagkaup um daginn og prófaði vörur úr línu sem kallast TREAT ME en hún er hugsuð fyrir okkur sem erum að hamast í hárinu okkar með allskonar litarefnum eða öðru dótaríi á hverjum degi.
Hárið verður fyrir álagi af ýmsum völdum, bæði veðrinu en líka hárþurrkum, sléttujárnum, froðum og fleiri hlutum sem við notum dags, daglega.
Sjampóið og næringin komu mér svo á óvart að ég hafði samband við innflutningsaðilann og plataði hana til að leyfa mér líka að prófa djúpnæringu og viðgerðarefni úr línunni.
Það urðu sannarlega engin vonbrigði því hárið mitt, sem er mjög aflitað og undir hárblásara álagi varð æðislega fallegt við að nota þetta.
Það glansar og er mjúkt og fínt sem er nú sjaldnast tilfellið með svona hvítt hár.
Ég nota djúpnæringuna sirka vikulega og serumið annaðhvort fyrir blástur eða eftir. Ég hef fengið mikið hrós fyrir hvað hárið mitt er fínt eftir að ég fór að nota þetta en ég víxla þessum vörum á móti Lanza sem eru svolítið dýrari.
NIÐURSTAÐA: Prófaðu hárvörurnar frá GOSH. Verðlagningin er þannig að þú ert ekkert að lifa á brúninni með því að splæsa þér í brúsa en áhrifin eru mjög svo góð.
Næst langar mig að prófa þurrsjampó frá GOSH en það er með bláum miða og er í PUMP UP THE VOLUME línunni. Þetta var það sem við köllum NICE SUPRISE.
Fyrir verð og gæði gef ég þessum vörum fimm af fimm. Grínlaust. En er endilega til í að heyra þína reynslu líka inni á FB síðu Pjattsins ef þú hefur prófað vörurnar.
[usr 5]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.