Það er eins með hárið og annað í lífinu, til að halda því góðu þarf að gera eitthvað fyrir það og hlúa að því.
Eitt af því sem þarf t.d. að gera reglulega er að klippa það af og til þó að þú sért að safna. Ástæður þess eru nokkrar en sú helsta er að hárið vex jú að ofan en ekki að neðan!
Já, það vex að ofan og vex um það bil 1 sentimeter á mánuði. Hinsvegar ef slit er komið í endana þá slitnar hárið mun hraðar en það vex og verður tætt og þunnt í endana. Eftirfarandi eru nokkur góð ráð um hvernig á að sinna hárinu til að það verði sem fallegast.
1. Klipptu það reglulega
Ef það er verið að safna hári er skynsamlegt að klippa nokkra millimetra af hárinu annan eða þriðja hvern mánuð. Með því ertu að halda hárinu í þeirri þykkt sem það er og það verður áfram glansandi.
2. Notaðu olíur
Olíur hjálpa til og mæli ég með Marocco Oil eða SP Lux Oil sem fást núna á nær öllum stofum og einnig serumdropar. Heldur hárinu þéttu og þú getur geymt það aðeins lengur að klippa það.
3. Beint eða í boga
Gott er að klippa hárið beint eða i boga en ekki innan í hárið eða endana, þá er verið að þynna það. Stundum þarf þess en ef þér finnst þykktin fín þá láttu það vera því þá helduru hárinu lengur i góðu standi!
4. Fléttaðu
Að sofa með fléttu og greiða það yfir með grófri greiðu eða Tangle Teezer bursta kemur i veg fyrir flækjur í hárinu sem gera það aftur slitnara. Muna að byrja neðst og færa sig upp þegar þú ert að greiða! Einnig að nudda hársvörðinn meðan þú ert með næringu eða bara af og til yfir daginn, það eykur blóðstreymið í höfðinu og gerir hárið þar af leiðandi fallegra. Svo er það líka rosalega þægilegt!
Mundu þessi atriði og ég mæli líka með að taka vítamín því það getur ýtt undir hárvöxt og myndað meira glans og heilbrigði!
Veldu góðar vörur fyrir hárið og farðu vel með það. Því hárið jafnt sem andlitið eru okkar fasta skart – Njótið dagsins!
Katrín/Kata er hárstnyrtir og eigandi stofunnar Sprey í Mosfellsbæ. Hún hefur unnið með fjölda ljósmyndara, komið fram í Vouge.com og séð um hár fyrir ýmis verkefni, tímarit og unnið til verðlauna hérlendis og erlendis! Kata er fagmanneskja fram i fingurgóma og alltaf tilbúin i spennandi verkefni – Nánari upplýsingar hjá Sprey 5176677 eða á katasprey@gmail.com