Fiskifléttan er það heitasta í dag enda skemmtileg tilbreyting frá þessari hefðbundnu.
Reyndar hafa fléttur verið málið í nokkur ár núna (að minnsta kosti frá því Pjattið fór í loftið fyrir tæpum sex árum) enda fallegar og kvenlegar og bjóða upp á ótal möguleika og útfærslur.
Til að gera fallega fiskifléttu er gott að eiga mjóar teygjur sem eru oftast einnota og í sama lit og þitt eigið hár. Þá er jafnframt yfirleitt fallegra að fela teygjuna með hárinu eins og stelpurnar hafa gert á mörgum þessara mynda.
Smelltu HÉR til að læra að gera fiskifléttu en við gerðum þetta fína myndband fyrir nokkrum árum með Agli á Rauðhettu. Guðný Hrönn situr fyrir. Fyrir neðan sérðu svo fullt af fallegum fiskifléttum í margskonar útfærslum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.