Það getur verið mjög þreytandi þegar hárið fitnar aðeins nokkrum klukkustundum eftir að það er þvegið – Af hverju gerist það?
Þegar hárið fitnar mjög ört t.d sama dag og það var þvegið eða bara nokkrum klukkutímum eftir, verður þungt, glanslítið, líflaust og “klessist” saman (útaf fitu) má rekja það til of mikllar virkni á framleiðslu á ftu í fitukirlum.
Það gætu nokkrir þættir leitt til þess að hársvörður fitni, m.a.:
- Heilsuástand.
- Stelpur á kynþroska aldri (hormón).
- Lélegt mataræði.
- Of mikil notkun á hárbursta.
- Of heitt vatn notað við þvott.
- Þegar gegnið er með handklæði á höfðinu (eftir þvott) lengur en 5-10 mín eykst fituframleiðsla í fitukirlum.
- Lélegt hreinlæti.
- Notkun á ófullnægjandi og/eða röngum hárvörum (t.d. sjampó og næring sem henta ekki þínu hári).
- Illa skoluð næring úr hárinu.
- Þurrkun á hári í of miklum hita, veldur þess að hársvörðurinn svitnar.
HÉR ERU NOKKUR RÁÐ VIÐ ÞESSU
- Ekki bursta hárið of oft, einu sinni á dag er meira en nóg!
- Leitaðu að réttum vörum fyrir feitt hár. Vörum til hreinsa vel hársvörðin og setja hárið í réttan “balance”.
- Þvoðu hárið í volgu vatni, alls ekki of heitu.
- Þvoðu hárið reglulega og nuddaðu vel hársvörðin.
- Þú ættir að sleppa að nota hárblásara daglega, en þegar þú þarft að honum að halda ,notaðu þá kaldan blástur.
- Prófaðu nýja þurrsjámpóið ( það fæst t.d í Hagkaup).
- Kíktu á hárgreislustofu í meðferð fyrir feitan hársvörð.
Þú gætir útbúið sjálf hár-maska sem myndi hjálpa þér halda hárinu glansandi, fersku og flottu í lengri tíma.
Uppskrift:
- 4 Matskeiðar af hnetuolíu (gott að velgja hana pínu lítið).
- 2 Eggjarauður.
- Sítrónusafi úr hálfri sítrónu.
Þegar maskinn er kominn í hárið settu þá poka yfir og handklæði, þannig heldur þú hita og hárið opnast betur og nærist rosalega vel. Hafðu maskann í hárinu í 30 mín!!
Gangi þér vel
Kveðja,
Pála á Salon Veh
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.