´The bigger the hair, the closer to God´ er orðatiltæki sem sumir hreinlega lifa eftir, til dæmis stelpurnar úr þáttunum Jerseylicious og söngkonan Dolly Parton, ekki beint þær smekklegustu…
…Það er kannski þess vegna sem að túberað hár hljómar illa í margra eyrum. En ég hef komist af því að smá túbering getur gefið hverjum sem er ´instant fabjúlössness´ og er eiginlega algjör nauðsyn fyrir þær sem eru með flatt og þunnt hár.
Það eru reyndar nokkur atriði sem fínt er að vita áður en byrjað er að túbera;
- Gott er að byrja með hreint og vel greitt hár. Passa að það sé alveg þurrt og laust við flækjur til að forðast það að slíta hárið.
- Fyrir extra lyftingu getur verið flott að byrja á að liða hárið með krullujárni.
- Svo er best að skipta hárinu í parta svo að það verði jafnt. Það er sniðugt að byrja efst og vinna sig niður.
- Þá byrjar maður bara að túbera varlega (greiða í átt að rótinni). Til að túberingin haldist er svo gott að nota hársprey.
- Næsta skref er svo bara að greiða létt yfir hárið og VOILA!
Og muna, best er að greiða túberinguna úr hárinu áður en að það er bleytt aftur, annars verður 100x erfiðara að ná henni úr og það getur slitið hárið.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.