Fléttur af öllum stærðum og gerðum hafa verið í tísku um nokkurn tíma. Ég er alveg vita vonlaus þegar kemur að því að flétta eitthvað annað en þessa venjulegu fléttu og hef aldrei skilið hvernig aðrir fara að að gera svona fínar fléttur.
En svo datt ég inná “hárgreiðslusíðuna” hennar Lilith Moon þar sem hún kennir okkur með myndum og myndböndum að gera allskonar flottar fléttur og greiðslur. Leiðbeiningarnar eru svo ítarlegar og einfaldar að meira segja ég get lært að gera það sem lítur út fyrir að vera voða flókin flétta.
Ég tók saman lítið brot af þeim greiðslum sem Lilith hefur póstað á síðunni en hverri einustu mynd fylgir kennslumyndband á youtube:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=fJd4o_o-AA0[/youtube]Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.