Ég fæ oft spurningar um það hvernig er hægt að gera fallegar krullur eða liði í hárið á sér án þess að hafa mikið fyrir því og hvernig er hægt að láta þær haldast í en ekki leka úr hárinu eftir hálftíma.
Það er hægt að gera krullur með krullujárni, keilukrullujárni og með sléttujárni en það er um að gera að prófa sig áfram og finna út hvaða tæki hentar þínu hári best.
Gott er að þvo hárið kvöldið áður og leyfa því að þorna án þess að blása það, því að blástur slítur hárinu og er hárið einnig viðkvæmast þegar það er blautt. Þannig ertu líka með þína náttúrulegu liði í hárinu en ef þú vilt það síður þá er alveg hægt að þvo hárið og blása það samdægurs.
Svona krullarðu:
Hafðu krullujárnið vel heitt og veldu þér hárlokk til þess að krulla, gott er að byrja aftan á hnakkanum. Síðan skaltu spreyja yfir lokkinn með hárlakki eða hitavörn, rúlla síðan hárinu upp á járnið og haltu því í 10-15 sekúndur. Haltu áfram að gera þetta við allt hárið og leyfðu því að kólna aðeins, síðan skaltu spreyja yfir hárið með hárlakki og greiða lauslega yfir það annaðhvort með grófum bursta eða puttunum (það fer allt eftir því hvort þú vilt hafa grófar eða fínar krullur, því meira sem þú greiðir úr krullunum því lausari verða þær og líkari liðum.)
Það er líka mjög flott að fara ekki alveg niður í rótina fremst þá færðu meira náttúrulegt útlit á krullurnar. Prófaðu þig endilega áfram með krullur og liði, það er einstaklega skemmtilegt að vera með krullur annað slagið og breyta aðeins til.
Hér að neðan má einnig sjá stutt íslenskt kennslumyndband um hvernig á að gera krullur.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=eyuFeGnKUAA&[/youtube]
Og hér er fullt af flottum krullumyndum og hugmyndum:
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig