Þú áttir kannski ekki von á þessu aftur en nú eru 50’s og aftur 90’s uppsleiktar greiðslur komnar í tísku og eru með því heitasta á tískupöllunum.
Hvort sem þú tekur allt hárið upp og greiðir toppinn með wet-look geli, tekur toppinn upp og krullar hann eins og á rokkabillítöffara, nú eða vefur því í þokkafullt í franska pylsu þá er einfaldlega komið í móð að setja hárið upp á höfuðið og leyfa andlitnu að njóta sín.
Ein útfærsla af þessu kallast að ‘greiða í píku’. Frekar óviðeigandi myndlíking og ekki vitum við hvaðan hún kemur (það væri gaman að vita það) en við heyrðum þetta fyrst í laginu með Brimkló:
Þeir greiddu í píku (á þessum dögum).
Þeir greiddu í píku (undir presley lögum),
Komdu með upp á loft
þú færð séð,
margt sem gerðist þá (hárið smurt með adrett)
Ef ég mér tímavél ætti,
þá gaman mér þætti að hverfa aftur ein tólf, þrettán ár.
Hvað um það… hér eru nokkur flott lúkk sem gaman gæti verið að prófa. Sumt rokkað, annað fágað og elegant en alltaf upp og frá andlitinu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.