Guðný skrifaði flotta færslu um túberingar um daginn en þú getur vippað upp FAB lúkki í einum grænum með mjórri greiðu og slatta af hárlakki.
En það er ekki bara 60’s stemmningin sem er að koma sterk inn. 80’s lúkkið með vængjum og öllu er líka skemmtilega glamúrus og það er virkilega gaman að gera svona greiðslur. Daginn eftir þarftu bara að taka allt saman í snúð eða tagl.
Til að fá ljómandi fínt 80’s hár þarftu hárfroðu (mjög vinsæl back in the 80’s), rúllur, krullubursta og hárlakk.
Byrjaðu á að setja froðu í hárið og þurrka það til hálfs. Settu þá rúllur í og láttu þorna. Þessu næst er greitt yfir hárið, það túberað þar sem við á og endarnir liðaðir með krullubursta. Toppaðu svo restina með hárlakki og þú ert “good 2 go” 🙂
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.