L’oréal mythic oil er undraolía í hárið! Ég er með rosalega sítt og mikið hár sem ég slétti nánast daglega. Endarnir voru orðnir slitnir og þreyttir og ég var við það að fara að klippa svona ca. 5-7 cm af hárinu mínu þegar að stúlkan sem klippti mig benti mér á þessa snilld.
Ég nota hana eftir bað, stundum set ég hana í áður en ég blæs og svo er líka mjög gott að setja bara í endana þegar hárið er þurrt. Þessi olía er sérstök blanda af avacado, vínkjarnaolíu og sítrónum. Olía lífgar svakalega uppá þreytt hár, gefur hárinu náttúrulegan og fallegan gljáa og nærir hárið rosalega vel. Hún hentar hvaða hártegundum sem er og fæst m.a. á Beautybarnum í Höfðatorgi.
Eftir sirka viku notkun á þessari undraolíu öðlaðist hárið mitt einfaldlega bara nýtt líf! Slitin nánast hurfu, hárið var frísklegt, silkimjúkt, auðvelt að greiða það og rosalega fallegur gljái á því!
Ég trúði því einfaldlega ekki fyrr en ég byrjaði að nota þessa olíu hvað hún gerði mikið fyrir hárið, ég hugsaði með mér hvernig á eitthver olía að laga slitið og nánast ónýtt hár? En raunin var svo sannarlega önnur!
Svo að ég mæli með að allar þær pjattrófur sem þekkja slitna enda, þreytt hár eða vilja bara lífga uppá hárið næli sér í einn brúsa af þessari snilld.
Viktoría Hinriksdóttir er yngsta pjattrófan. Fædd í ljónsmerkinu árið 1994. Hefur áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og íþróttum, mataræði, tísku og öðru sem gerir lífið fallegra, betra og skemmtilegra.