Ég var kominn með leið á því hvað hárið á mér var alltaf eins, alveg slétt og ekkert líf í því.
Ég ákvað að prófa að kaupa mér sjampóið Foxy curls frá Bed head Tigi til þess að fá smá krullur og fínerí í hárið og það virkaði!
Þetta sjampó er snilld, það virkar mjög vel núna ég er kominn með liði í hárið og það er ekki lengur svona lamað eins og það var t.d. ef ég gerði krullur með krullujárni þá láku þær úr eftir smá tíma.
Núna helst allt í því ég kominn með liði allt sjampóinu að þakka.
Það er ekki bara sjampóið sem er snilld. Það kemur í flottum fjólubláum brúsum með pumpu ofaná, lyktin af því er svo góð að ég gæti borðað forðuna þegar ég set það í mig því það er svona Skittles nammilykt. Maður þarf ekki að nota mikið af sjampóinu ég nota eina til tvær pumpur og ég er með frekar sítt og mikið hár svo að brúsinn endist vel.
Ég mæli með þessu sjampói fyrir alla sem þá sem eru með slétt hár og vilja fá liði og/eða fyllingu í hárið.
Eins og ég segi hárið mitt var alveg slétt og ekkert hélst í því sama þó ég setti heilan helling af hársprey í krullur sem ég gerði og sleppti því að nota hárnæringu þá varð það slétt aftur eftir smá stund.
En Foxy Curls eru alveg að gera sig!
Viktoría Hinriksdóttir er yngsta pjattrófan. Fædd í ljónsmerkinu árið 1994. Hefur áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og íþróttum, mataræði, tísku og öðru sem gerir lífið fallegra, betra og skemmtilegra.