Á dögunum var haust 2013 línan frá Marc by Marc Jacobs frumsýnd á tískuvikunni í New York…
…Línan minnti stundum á sjötta áratug síðustu aldar með mittisháum pilsum og hnepptum kápum en hárið og förðunin var samt í diskó-stíl!
Hárið á fyrirsætunum var gert stórt og krullað og varirnar málaðar eldrauðar.
Þegar maður skoðar myndir sem teknar voru baksviðs við undirbúning sýningarinnar má sjá allt ferlið sem fellst í því að ná hárinu svona stóru og flottu.
Fyrst var hárið krullað með heitu járni, því næst var krullunum rúllað upp og þær spenntar niður. Svo var bara beðið á meðan hárið kólnaði fullkomlega.
Eftir dágóða bið var hárið tekið niður og þá var greitt í gegnum það og að lokum var túberað lauslega.
Útkoman…þetta stóra krullaða diskó hár!
Alveg ótrúlega flott ‘lúkk’!
___________________________________________________________________________
Myndir fengnar að láni frá Style.com!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.