Það er hægt að gera allskonar skemmtilegt með krullur og liði. Mér finnst oft gaman að gera eitthvað meira úr hárinu en ég geri dagsdaglega þegar ég fer út á lífið.
Ég ætla að leiða ykkur í gegnum nokkur einföld skref í átt að því að búa til “stórt hár”. Aðferðin sem ég nota miðast við mitt hár sem er nokkuð fíngert og hvorki rennislétt né krullað.
1.
Ég þvæ hárið upp úr Pure Abundance sjampói og hárnæringu. Með því að gera það fæ ég lyftingu í hárið og þykki það.
2.
Ég greiði ekki hárið á neinum tímapunkti ferlisins.
3.
Þegar ég blæs hárið þá rugla ég vel í því með fingrunum, beygi mig niður og blæs hárið niður á við, rétti úr mér og blæs svo lokkana í kringum andlitið upp á við.
4.
Ég nota venjulegt krullujárn og sný hárinu upp á það í hægri átt.
5.
Ég tek bara yrstu lokkana, krulla sem sagt ekki allt hárið svo að ég haldi síddinni. Ég passa að lokkarnir sem ég krulla séu ekki allir af sömu stærð. Aðallega vel ég þá samt breiða en inn á milli tek ég minni lokka.
6.
Ég vil ekki að bylgjurnar eftir járnið sjáist of mikið í hárinu þ.e.a.s. ég vil að liðirnir virki sem náttúrulegastir. Þannig að ég greiði í gegnum krullurnar með fingrunum, tek síðan svínsháraburstann minn og greiði lauslega upp á móti lokkunum.
7.
Aircontrol hárspreyið frá AVEDA er síðan algjört “leynitrix” sem ég nota. Ég ýti nokkrum stórum lokkum upp frá hárrótinni og spreyja undir þá. Með þessu fæ ég enn þá meira loft og þykkt í hárið. Því næst spreyja ég yfir hárið svo krullurnar haldist nú út kvöldið.
“Ólíkt hefðbundnum úða, sem þarf að spreyja í 25-30 cm fjarlægð svo að hárið blotni ekki, getur þú spreyað Air Control eins nálægt hárinu og þú vilt án þess að það komi niður á mótuninni.”
Á þessum tímapunkti gæti verið að hárið sé aðeins of úfið fyrir þinn smekk svo ég mæli með því að taka mótunarkrem eins og t.d. After-Party frá Bed Head og dampa því á þau svæði sem þér finnst of úfin.
Góða skemmtun í kvöld og gangið hægt um gleðinnar dyr!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.