Blóm, fallegar hárspennur og rómantískar greiðslur eru að ná auknum vinsældum með hlýnandi veðri…
…Í minni bók á ‘less is more’ orðatiltækið vel við þegar kemur að hári. Það er að segja, stífir slöngulokkar víkja fyrir lausum liðum og afslappaðar fléttur koma í stað vandlega uppsetts hárs. Þá ætti áherslan helst að fara í að finna hið fullkomna hárskraut sem setur punktinn yfir i-ið.
Á heimasíðu Net-a-Porter má til dæmis finna ótal glitrandi hárspennur og spangir og annað skemmtilegt hárskraut sem gefur okkur ágætis hugmynd um það sem koma skal.
Hér fyrir neðan er albúm, stútfullt af myndum sem koma úr öllum áttum. Hér ættu til dæmis verðandi brúðir að geta fundið innblástur.
__________________________________________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.