Þessi rómantíska fléttugreiðsla sást á tískupallinum hjá Viktor & Rolf á dögunum…
…Það sem einkenndi greiðsluna var hversu áreynslulaus hún er og skemmtilega úfin.
Þessa greiðslu er einfalt að framkalla sjálfur heima, eina sem þú þarft eru tvær glærar teygjur, nokkrar spennur og hreint hár. Mæli líka með að hafa túberingabursta og þurrsjampó við höndina til að fá smá lyftingu í rótina.
Hárið er einfaldlega sett í tvær fastar fléttur og þær ýfðar upp, því næst eru þær spenntar niður neðarlega á hnakkann.
Svo væri til dæmis sniðugt að gera flétturnar í hárið áður en farið er að sofa um kvöld og spenna þær svo upp daginn eftir til að fá þetta úfna ‘lúkk’ á hárið, og ekki vanda sig of mikið. Hér gildir orðatiltækið ‘less is more’!
Ótrúlega falleg greiðsla sem vekur eftirtekt.
_____________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.