Það þarf ekki að vera mikill vandi að galdra fram aðeins meira ‘auka’ hár fyrir þetta glamúr útlit sem að við margar sækjumst eftir þegar eitthvað ‘mikið’ liggur við…
…Eina sem þú þarft er hárið á hausnum, krullu- eða sléttujárn og réttu vörurnar! Þessi kennsla hentar best fyrir þá sem hafa millisítt eða sítt hár.
(Aukaskref) —Ef þú hefur tíma fyrir smá aukaskref ef flott að blása hárið með heitum blæstri í gangstæða átt við þá sem hárið liggur í og leyfa því að kólna. Svo er hárið sett til baka en þá er komin flott lyfting í rótina. (Vona að þú fattir hvað ég á við).—
- Byrjaðu með hreint og þurrt hár.
- Næst skaltu spreyja hitavörn í hárið en það er alveg nauðsynlegt að verja hárið fyrir hita frá hárþurrkunni og heitum járnum. Ég er að nota hitavörn frá Label.m sem heitir Heat Protection Spray en hún kemur í 200 ml. þægilegum úðabrúsa.
Þá er það krullujárnið. Skiptu hárinu í nokkra hluta og gerðu lausa liði í hárið, taktu bara frekar stóra lokka í einu til að fá liði en ekki krullur. Ef þú kannt að nota sléttuhárn til að skapa liði þá er það enn betra…þannig hefur þú betri stjórn á stærða liðanna og hvar þeir byrja og enda.
- Næsta skref er svo ‘voljúm’! Þær sem hafa verið að nota svokallað ‘dust’ í hárið ættu að vita að það gefur hárinu þetta extra ‘úmpf’ sem við allar viljum. Ég er að nota snilldar ‘dust’ frá Label.m (já ég elska label.m :)) sem heitir Resurrection Style Dust. Þetta er hvítt/glært púður sem þú setur í rótina og það gefur hárinu flotta lyftingu, matta og töffaralega áferð og þú hefur mun meiri stjórn á hárinu með þessari stömu áferð sem að púðrið gefur. Elska þetta efni!
- Svo í lokin er rótin túberuð lauslega (en túberingin helst endalaust þegar púðrið er komið í hárið) og svo er greitt í gegnum hárið með grófri greiðu.
Svo er það bara hársprey og ‘tata’…
…þú er orðin glamúröss og tilbúin í hvaða partí sem er!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.