Sumar eru örugglega í vandræðum þegar kemur að því að gera hárið fínt fyrir jólahlaðborð, árshátíðarnar og þess háttar en það þarf alls ekki vera svo rosalega flókið mál!!
Í ár finnst mér stórir „Hollywood“ liðir vera mest áberandi , léttar rómantískar greiðslur og fléttur (stórar og „messy-legar“)
Þetta þarf ekki að taka langan tíma.
UNDIRBÚNINGUR:
1. Settu létt efni með ágætis haldi í hárið eftir þvott (t.d. Blown Away 06 frá REDKEN, MJÖG gott í sítt hár).
2. Blástu vel úr og ef þú getur, settu þá stórar rúllur í til að fá loft og beygju í endum.
Að þessu loknu geturu soldið leikið þér með “ lúkkið“ hvort sem þú krullar, beyglar, fléttar eða setur upp og ekki gleyma hárlakki!! Það er möst að eiga gott hárlakk svo greiðslan haldist í allt jólahlaðborð, aðfangadagskvöldið eða áramótapartýið.
Hér er smá myndasafn með hugmyndum sem ég fann fyrir flottu áramótagreiðsluna þína.
Njótið!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.