Pála klippari sendi okkur þessi flottu tips enda frábært fyrir stutthærðar skvísur að geta breytt aðeins til yfir jólin.
Eftir mikla eftirspurn um jóla-og áramóta greiðslur fyrir dömur með stutt og millisítt hár ákvað ég að róta aðeins í myndasöfnum og koma með hugmyndir að greiðslum fyrir stutta hárið.
Konur með stutt hár eru langflottastar þegar hárið er blásið með flottri fyllingu og mjúkum glansandi endum – eða það finnst mér að minnsta kosti. Ef þú kannt ekki blása hárið með bursta, þurrkaðu þá hárið alveg með blásara, helst á hvolfi og skelltu svo nokkrum rúllum í hárið. Smá túbering í rótina leyfir þér að stjórna greiðslunni betur og þá helst hún líka miklu betur.
Þú getur líka tekið grófa lokka og krullað þá með sléttujárni eða bara venjulegu krullujárni, beygðu þig þá fram og úðaðu lakkinu yfir. Þannig koma út skemmtilegar krullur með flottri hreyfingu.
Þessi ráð eru góð fyrir konur sem eru með hár frá frekar stutt og alveg til axla-sítt hár. Það sem þú þarft fyrir greiðsluna:
- Froðu, eða gott blástursefni með fínu haldi eins og Thickening Lotion 06 frá REDKEN
- Rúllubursta eða rúllur
- Greiðu með skapti eða „gaffalgreiðu“
- Hárlakk með góðu haldi (samt ekki sem klessir hárið)
- Krullujárn eða sléttujárn
- Fyrir styttra hár mæli ég með mótunarefni sem er auðvelt að bera í hárið en þó með fínu haldi.
Höfuðskraut eins og t.d.spöng eða flott spenna, gerir gerir hárið hátíðlegra og meira elegant og það þarf alls ekki að vera dýrt. Það er nóg af skrauti í Accessorize eða álíka búðum!
Hér eru nokkrar hugmyndir en svo getið þið auðvitað prufað ykkur áfram! Kveðja frá Pálu klippara.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.