Villtu fá glansandi, mjúkt, og ‘frizz free’ hár fyrir veisluna eða partíið? Fylgdu þá nokkrum einföldum skrefum í átt að glæsilegu partí-hári…
- …Ekki þvo hárið of oft. Það er algjör óþarfi að þvo hárið á hverjum degi, það gerir það bara úfið og óviðráðanlegt. Notaðu frekar þurrsjampó í rótina þegar þess er þörf. Svo getur verið gott að nota góða djúpnæringu reglulega.
- Byrjaðu á að bera gott blásturskrem í rakt hárið. Ég mæli með Smoothing Cream frá Label.m. Það gefur slétta og mjúka áferð og kremið inniheldur hitavörn. Þetta krem hentar öllum hártegundum en er algjör snilld í rafmagnað hár (þá er kremið borið í þurrt hár til að afrafmagna það).
- Næsta skref er að blása hárið með góðum rúllubursta og ‘medium’ hitastillingu á hárblásaranum. Ekki steikja hárið með of heitum blæstri, það getur gert hárið úfið. Taktu lokk fyrir lokk og greiddu hann niður með bursta og hárþurrku. Settu svo á kaldan blástur í lokin til að draga fram glansinn í hárinu.
- Að lokum er gott vax með glans borið í hárið. Settu smá klessu í lófann og nuddaðu höndunum saman, strjúktu svo yfir allt hárið án þess að fara í rótina. Ég nota Shaper frá Label.m en það er mjúkt vax með miklum gljáa. Vaxið mótar hárið og tekur endanlega burt allt ‘frizz’ ásamt því að gefa glans.
Nú ættirðu að vera ‘reddí’ í hvaða partí sem er með súper fallegt og glansandi hár. Myndin fyrir ofan kemur úr janúar eintaki frá rússneska Elle.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.