Tinna pjattrófa hefur reglulega samið skemmtilega pistla undir yfirskriftinni #WomanCrushWednesday, sjá hér.
Í þessum pistlum tekur hún fyrir og fjallar um eina konu í senn sem hún er skotin í. Ég á mér margar kvenkyns fyrirmyndir (finnst alltaf skrítið þegar konur segjast ekki eiga fyrirmyndir, aðrar en sig sjálfar).
Fyrirmyndir mínar koma úr mismunandi áttum og eru ekki endilega alltaf það sem myndi kallast “týpísk” fyrirmynd. Þær eru líka fyrirmyndir mínar af mismunandi ástæðum; Vigdís Finnbogadóttir fyrir háttvísi og mælsku, Sonja Benjamínsson de Zorilla fyrir viðskiptavit og sjálfstæði, Kate Moss fyrir að vera umdeild og vera sama og Kate Bosworth fyrir stíl þ.e.a.s. klæðaburð, förðun og hár.
Þessi færsla er tileinkuð Kate Bosworth og öllum þeim flottu greiðslum sem hún hefur skartað.
Kate Moss fílingur.
Þessi greiðsla er í miklu uppáhaldi hjá mér.
“Less is more.”
Æðislegur hárlitur og taglið fullkomið við kragann.
Sleikt tagl. Fallegir skuggar í hárlitnum.
Uppsett.
Uppsett og rómantískt
Stílhreinn retro stíll.
Þessi ljósi litur finnt mér æðislegur.
“Casually” uppsett hár.
Glæsileg að vanda. Hár og förðun tóna vel saman.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.