Franska módelið Caroline de Maigret’s og meðhöfundar hennar, Anne Berest, Audrey Diwan og Sophie Mas gáfu út bók fyrir bráðum ári síðan; How to Be Parisian Wherever You Are.
Sem sérstök áhugamanneskja um allt sem franskt er má ég til með að þýða grein frá Byrdie þar sem fjallað er um kafla úr bókinni en í þeim kafla er farið yfir hvernig á að stíla hár sitt eins og sannur Parísarbúi. Þess má geta að bókin fær 3.6 af 5 á Amazon.
1. Franskar konur lita ekki á sér hárið
“Ekki lita á þér hárið og ef þú gerir það, þá aðeins í þínum náttúrulega tón til að lyfta því aðeins upp eða fela grá hár.”
De Maigret staðhæfir að franskar konur upp til hópa fari eftir þessari reglu – berðu virðingu fyrir móður náttúru og haltu þig við þann hárlit sem þér var gefinn.
2.Franskar konur nota ekki hárþurrku
“Ekki blása á þér hárið (þú ættir jafnvel að henda hárþurrkunni þinni strax). Í staðinn skaltu nota tvær mun umhverfisvænni aðferðir; ferskt loft á sumrin og handklæði á veturna.”
3. Franskar konur þvo ekki á sér hárið á hverjum degi
“Það er ekki þess virði að þvo á sér hárið á hverjum degi. Því vanalega hefur tveggja daga hár fengið aukna þyngd” sem í staðinn gefur því rétt “volume” þegar það er sett í hnút.
“Franskar konur vita að hár á degi tvö er besta gerðin af hári.”
4. Franskar konur skreyta aldrei hár sitt
“Það er enginn tilgangur með því að setja skraut í hárið.”
Stutt og óþvingað. De Maigret ráðleggur okkur að forðast spennur eða hárbönd ef við erum komnar yfir 18 ára aldurinn og einnig hárskart eða einhverja gerð af hárskrauti.
5. Franskar konur fara aldrei út úr húsi með blautt hár
“Ef þú getur þvoðu þá hárið á kvöldin frekar en á morgnana, svo þú farir ekki út með blautt hár.”
De Maigret lofar okkur því að ef við sofnum með rakt hár mun það verða áhugaverðara í lögun (og við vitum allar að ef þú ert sannur Parísarbúi þá sigrar áhugavert ávallt sætt).
6. Franskar konur gera sér grein fyrir krafti ilms
“Smá ilmvatn á hárið, fyrir aftan eyrað eða á hálsinn hefur aldrei skaðað neinn …”
7. Franskar konur kvarta aldrei undan sumarhitanum
“Vertu þakklát fyrir sumarið og sumarhitan þegar hárið á þér verður gjörsamlega fullkomið fyrir tilstilli hafsins og sólarinnar; örlítið grófara, örlítið ljósara og örlítið saltaðra.”
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.