Það hefur ekki farið framhjá pjattrófum landsins að tískan er orðin alveg súperþægileg. Fyrst voru það flatbotna skór sem komu svaka sterkir inn en nú er líka orðið alveg í lagi að vera með rót!
Þetta er auðvitað algjör snilld. Bæði er þetta gott fyrir veskið en svo er líka bara ótrúlega fínt að þurfa ekki alltaf að stressa sig á því að fara í litun.
Hér er gott myndasafn af stelpum með vel heppnaða „ombre“ rót. Það eina sem skiptir máli í þessu er að skilin verði ekki of skörp, eða röndótt. Háraliturinn verður að „feida“ fallega úr dökku yfir í ljóst. Hér eru tæplega 40 myndir af rótar’ombre. Geggjuð hártíska sem verður enn betri í sumar þegar sólarljósið fær að sjá um að halda strípunum við. We love this!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.