Litríkir endar eru eitt það heitasta í sumar eins og við skrifuðum um fyrir stuttu síðan. Ég er rosa skotin í þessu trendi og finnst gaman að breyta til.
Það eru ekki allir sem þora útí miklar breytingar og aðrir sem eru hræddir við að fá leið á hárinu strax.
Colour bug frá Kevin Murphy er ótrúlega sniðugt þegar maður vill vera með flippað hár eitt kvöld. Ég hef mikið notað þetta sjálf og þetta er algjör snilld! Þetta er duft í föstu formi sem kemur í handhægum umbúðum og hver sem er getur notað þetta. Þetta þvæst alveg úr í einum þvotti.
ATHUGIÐ samt að ef þú ert með mikið efnaunnið hár (aflitað, permanent o.s frv) getur það verið lengur að nást úr og þá aðallega fjólublái liturinn. Liturinn skolast einnig betur úr ef þú setur hárlakk undir.
Mesta snilldin er að colour bug virkar líka í dökkt hár! – þá helst bleiki og appelsínuguli. Þegar sett er í dökkt hár er mikilvægt að nota sterk efni undir.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.