Mér finnst eins og flestar konur festist oft í einhverskonar rútínu-hring með hárið sitt, breyta aldrei um – hvorki lit né klippingu.
Kannski er þetta bara útaf því að klipparinn býður aldrei uppá neitt annað en ALLAF það sama!! OG maður lendir á einhverskonar „færibandi“.
Það eru svo margar flottar klippingar og flottir litir í gangi núna sem ég mæli með að þú prófir! Farðu aðeins út fyrir rammann og prófaðu nýja línu sem hentar þér ! Stundum er það nóg til að hækka sjálfstraustið.
Eins og ég segi oft . …“ þegar þú ert flott um hárið og í flottum skóm, þá skipir restin engu máli..“!! — eða næstum því 🙂
Hér eru nokkrar hugmyndir með nýjum klippingum og flottum ferskum litum:
Njótið !
Pála á Salon VEH

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.