Ég lít mikið upp til franskra kvenna þegar kemur að lífsviðhorfi og lífsstíl. “Less is MORE” á algjörlega við franskar konur okkar samtíma þar sem þær leggja mikið upp úr fyrirhafnarlausu útliti. Þær lita t.d. helst ekki á sér hárið, reyna að komast hjá því að nota hárblásara og nota alls alls ekki hárskraut.
Verandi aðdáandi franskra kvenna númer eitt finnst mér franskar snyrtivörur alveg frábærar og nýti ég mér óspart þær nýjungar sem hægt er að fá í L’Occitane versluninni hér heima. Í vor kom t.d. ný hárumhirðulína, Body & Strength, í verslunina en ég er búin að nota sjampóið úr þeirri línu í um fimm mánuði og er ekkert lítið hrifin.
L’Occitane hefur í meira en 35 ár notað ilmkjarnaolíur í hárumhirðulínum sínum. Í Body & Strenght línunni er blanda af fimm ilmkjarnaolíum sem saman næra og bæta hárið. Blandan af þessum fimm ilmkjarnaolíum hefur sefandi áhrif á hársekkinn. Hárlos vegna hárskemmda minnkar og hár sýnist þykkara. Ilmkjarnaolíunar eru úr eini, ylang-ylang, kýprusvið, rósmarín og sedrusvið.
Heildar formúlan eru þessar olíur í bland við styrkjandi amínósýrur sem styrkja hártrefjarnar og þykkja þær að innan. Plöntuprótein hjálpa svo til við að þekja og vernda hártrefjarnar með því að loða við hárið. Sjampóið styrkir því fingert og brothætt hár og dregur úr hárlosi vegna hárskemmda.
Ef þú hefur fíngert hár, skortir fyllingu og/eða ert með hárlos vegna hárskemmda þá mæli ég hiklaust með að þú prófir þessa blöndu.
Rannsóknarteymi framleiðandans framkvæmdi virknipróf á hárlínunni sem fól í sér að bera hana saman við hlutlaus sjampó. Í ljós kom að sjampóið minnkaði hárlos vegna hárskemmda fjórum sinnum meira en viðmiðin.
4 vikna neytendapórf á 30 sjálfboðaliðum leiddi einnig í ljós að hár varð:
- Sterkara -> 90%
- Þykkara -> 83%
- Líflegra -> 87%
Að lokum er hér til gamans lýsing á virkni hverrar ilmkjarnaolíu fyrir sig:
- Einir; hjálpar til við að hreinsa hársvörðinn.
- Ylang-ylang; hjálpar til við að endurnæra hársvörðinn.
- Kýprusviður; með nuddi hjálpar hann við að örva háræðakerfið í hársverðinum.
- Rósmarín; hjálpar til við að fegra líflaust og stökkt hár.
- Sedrusviður; hjálpar til við að draga úr hárskemmdum.
Lestu einnig
Franskar konur fara ekki út með blautt hár – 7 atriði sem franskar konur gera ekki við hárið á sér
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.