Undirbúningur myndarinnar 50 Shades of Grey er í fullum gangi en meðal þess sem huga þarf að er hverju Anastasia Steele, Christian Grey og hinar persónurnar skulu klæðast.
Victoria er í hópi þeirra hönnuða sem Universal Pictures hafa sett á óskalista sinn sem búningahönnuðir myndarinnar. Auk Victoriu eru ekki minni hönnuðir en Dolce and Gabbana, Diane Von Fustenberg, Calvin Klein og Marc Jacobs á listanum.
Það er þó ekki allt og sumt, því orðrómur hefur einnig verið um að framleiðendur myndarinnar vilji fá Victoriu í lítið hlutverk í myndinni.
Victoria þekkir það nokkuð vel af eigin raun að sitja fyrir á kynþokkafullum myndum en meðal annars hefur hún setið fyrir í nærfataauglýsingum fyrir ítalska tískurisann Armani ásamt eiginmanni sínum. Það er svo stóra spurningin hvort hún sé rétti hönnuðurinn í að hanna föt fyrir slík tilefni eða hvort hún sé betri í pósunum.
Ég hef fulla trú á frú Beckham! Þó frekar hönnunarhæfileikum hennar en leiklistahæfileikum.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com