Handtekinn fyrir að pósta á Facebook, netfrelsi minnkar

Handtekinn fyrir að pósta á Facebook, netfrelsi minnkar

netfrelsiSamkvæmt árlegri skýrslu um frelsi á Internetinu sem Freedom House birtir var meira um takmarkanir á tjáningu á netinu í ár en í fyrra og er þetta sjötta árið í röð sem netfrelsi minnkar.

Um 2/3 þeirra sem á annað borð nota Internetið (67%) búa í ríkjum þar sem gagnrýni á stjórnvöld, her eða ráðandi fjölskyldur er háð ritskoðun.

Þá kemur í ljós að fólk sem notar samfélagsmiðla getur nú víða átt von á áður óþekktum refsingum, en stjórnvöld í 38 ríkjum hafa handtekið fólk á grundvelli einhvers sem viðkomandi setti fram á samfélagsmiðli.

Handtekinn fyrir að pósta á Facebook

Á heimsvísu búa um 27% netnotenda í ríkjum sem hafa handtekið fólk fyrir að hafa „póstað“, deilt, eða sett hlekk á efni á Facebook.

Þá virðist sem stjórnvöld víða séu í vaxandi mæli að beina athyglinni að skilaboðasmáforritum s.s. WhatsApp og Telegram, en hægt er að dreifa upplýsingum með skjótum hætti eftir þessum leiðum.

Frá þessu segir á vef Blaðamannafélags Íslands en meira um málið má lesa hér

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest