Samkvæmt árlegri skýrslu um frelsi á Internetinu sem Freedom House birtir var meira um takmarkanir á tjáningu á netinu í ár en í fyrra og er þetta sjötta árið í röð sem netfrelsi minnkar.
Um 2/3 þeirra sem á annað borð nota Internetið (67%) búa í ríkjum þar sem gagnrýni á stjórnvöld, her eða ráðandi fjölskyldur er háð ritskoðun.
Þá kemur í ljós að fólk sem notar samfélagsmiðla getur nú víða átt von á áður óþekktum refsingum, en stjórnvöld í 38 ríkjum hafa handtekið fólk á grundvelli einhvers sem viðkomandi setti fram á samfélagsmiðli.
Handtekinn fyrir að pósta á Facebook
Á heimsvísu búa um 27% netnotenda í ríkjum sem hafa handtekið fólk fyrir að hafa „póstað“, deilt, eða sett hlekk á efni á Facebook.
Þá virðist sem stjórnvöld víða séu í vaxandi mæli að beina athyglinni að skilaboðasmáforritum s.s. WhatsApp og Telegram, en hægt er að dreifa upplýsingum með skjótum hætti eftir þessum leiðum.
Frá þessu segir á vef Blaðamannafélags Íslands en meira um málið má lesa hér.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.