TOP

Halloween bollakökur fyrir krakkapartýið! – 17 MYNDIR

halloweencupcake

Ég er hreint ekki frá því að Halloween stefni í að verða ein uppáhalds hátíð barnanna í kringum mig. Að  minnsta kosti þessara elstu.

Það er stemmningin, dramað og skreytingarnar sem gera þessa hátíð svo æðislega fyrir blessuðum börnunum og þegar maður hugsar út í það… af hverju höfum við íslendingar ekki alltaf haldið upp á Halloween? Við elskum drauga og forynjur!

Halloween rekur ættir sínar til Írlands og Skotlands en kvöldið fyrir allraheilagramessu 1. nóvember var kallað All Hallows Eve. Þá settu menn kerti í útskornar næpur til að fæla frá drauga en þegar Írar og Skotar fluttu til Ameríku fór siðurinn þangað með þeim og grasker tóku við af næpum enda stærri og flottari.

Á morgun er kökudagur í skólanum hjá stelpunni minni og af því tilefni tók ég saman nokkrar hugmyndir að skreytingum fyrir bollakökur. Oreokökur og sykurmassi eru vinsæl efni í skreytingar og ég er viss um að maður getur gert eitthvað sneddí með lakkrísreimum líka.

Kannski mynda ég afraksturinn og sýni hér á Pjattinu en þangað til verður þetta myndasafn notað sem inspó!

halloweencupcake16

halloweencupcake15

halloweencupcake13

halloweencupcake12

halloweencupcake11

halloweencupcake10

halloweencupcake9

halloweencupcake8

halloweencupcake7

halloweencupcake6

halloweencupcake5

halloweencupcake4

halloweencupcake3

halloweencupcake2

halloweencupcake1

Margrét byrjaði að blogga árið 2002 og hefur verið óstöðvandi á þessu sviði allar götur síðan. Hún hefur að mestu starfað við fjölmiðla frá tvítugsaldri og þá einna helst við ritstjórn og blaðamennsku, en einnig útvarp og sjónvarp. Hún flutti til London sautján ára og komst til manns í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði m.a. margmiðlun og myndlist. Margrét býr ásamt einkadóttur sinni á Seltjarnarnesi, elskar ferðalög, veitingahús, veislur og vini sína enda krabbi, með tungl í ljóni og rísandi vog.