Ég er hreint ekki frá því að Halloween stefni í að verða ein uppáhalds hátíð barnanna í kringum mig. Að minnsta kosti þessara elstu.
Það er stemmningin, dramað og skreytingarnar sem gera þessa hátíð svo æðislega fyrir blessuðum börnunum og þegar maður hugsar út í það… af hverju höfum við íslendingar ekki alltaf haldið upp á Halloween? Við elskum drauga og forynjur!
Halloween rekur ættir sínar til Írlands og Skotlands en kvöldið fyrir allraheilagramessu 1. nóvember var kallað All Hallows Eve. Þá settu menn kerti í útskornar næpur til að fæla frá drauga en þegar Írar og Skotar fluttu til Ameríku fór siðurinn þangað með þeim og grasker tóku við af næpum enda stærri og flottari.
Á morgun er kökudagur í skólanum hjá stelpunni minni og af því tilefni tók ég saman nokkrar hugmyndir að skreytingum fyrir bollakökur. Oreokökur og sykurmassi eru vinsæl efni í skreytingar og ég er viss um að maður getur gert eitthvað sneddí með lakkrísreimum líka.
Kannski mynda ég afraksturinn og sýni hér á Pjattinu en þangað til verður þetta myndasafn notað sem inspó!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.