Hin undurfagra leikkona Halle Berry var að fæða sinn fyrsta son í gær en hann á hún með eiginmanninum Oliver Martinez.
Halle á fyrir fimm ára gamla telpu sem heitir Nahla en hún kom að hitta bróður sinn á spítalann í gær. Hann fæddist þar sem öll leikarabörnin í Hollywood virðast fæðast. Á Cedars Sinai Medical Center í Los Angeles.
Halle var þegar búin að segja frá því að Nahla litla óskaði eftir því að fá lítinn bróður svo henni finnst þetta heilt kraftaverk að draumurinn hafi ræst.
Í nýlegu viðtali var haft eftir Halle að Nahla hafi óskað sér að eignast litla systur en Halle vildi ekki vekja hjá henni falskar vonir:
“Ég var auðvitað orðin 46 ára og ekki endilega hlaupið að því að fara út í að eignast fleiri börn. Við Oliver höfum þó alltaf viljað verða foreldrar saman. Ég vildi ekki vona of mikið en guð lét drauma okkar rætast. Þessi ólétta hefur verið mér sem kraftaverk, einstök gjöf, það rættist allt sem ég óskaði mér. Góðir hlutir gerast sannarlega líka.”
Reyndar finnst okkur hér á Pjattinu hún Halle vera hálfgert kraftaverk. Það er ótrúlegt hvað konan lítur vel út og er ungleg miðað við aldur.
Guð er greinilega góður við hana á fleiri sviðum! Vonum nú að hann Oliver haldi því áfram líka.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.